1.-16. júní 2024

5. júní 2018

Hún er nú í þorn-um

„Kæri vinur!

Nú sendi ég þér loks hljóðtáknalistann. Hann er mikið breyttur frá því sem áður var og mjög mikið aukinn að dæmum. Við eigum enn óráðið fram úr ýmsum atriðum í hljóðfræði og framburði einstakra orða, en skrifum þér ekki um það fyrr en við þykjumst komnir að einhverri niðurstöður eða þá gefumst upp. Viðbótin er nú orðnir fullir tveir kassar og hefur allmikið bæst við síðan þú fórst. Önnu lét ég byrja að raða eftir stafrófsröð, svo að fyrst mætti grípa til þess, sem fyrst þyrfti á að halda. Síðan raðaði Anna í viðbótarkössunum, skrifaði skýringarnar úr Flóru og tók svo til við vaffin, hún er nú í þorn-um.

Mér var að detta í hug um daginn, hvort ekki mundir þú geta ennþá, þó þú sért fjarri, hjálpað upp á bók þína, þar sem við sjáum lítil eða engin ráð. Ég á við heiti ýmsra hluta af sumum gömlum áhöldum, t.d. rokkinn. Þar er urmull af heitum, sem vafalaust eru til í dönsku, en enginn hér, sem úr þeim getur leyst. Nú er hugsanlegt, að þú gætir rekist á einhverja gamla kerlingu, sem þekkti þau, eða að einhver prófessoranna við háskólann gæti leyst úr þrautinni. Ef þú álítur þetta tiltækilegt, myndi ég einhverntíma seinna senda þér eitthvað af þessum orðum, því að alltaf eru miklu betri beinar þýðingar en langar umritanir.

Kærar kveðjur

Þinn einlægur vinur

Jón Ófeigsson"

Bréf Jóns Ófeigssonar 1881-1938, Cand. Mag, Menntaskólakennari í Reykjavík, bjó á Klapparstíg 14B. 37 ára 1918.
Dr.Sigfús Blöndal 1875-1950, bókavörður og orðabókaritstjóri. 43 ára 1918.
Juan Camilo Roman Estrada, rithöfundur og áhugaleikari.