1.-16. júní 2024

17. maí 2018

Hið aumasta þing sem nokkru sinni hefur hér verið

„Þingið sem nú stendur yfir er hið aumasta þing sem nokkru sinni hefur hér verið. Það er bókstaflega ekkert gert sem teljandi er. Ég skil ekki hvers vegna það hefur verið kallað saman eða til hvers, því að þegar það er komið saman hefur stjórnin ekkert verkefni búið undir handa því og þar af leiðandi er sama sem ekkert gert sem gagn er í. Það er auma farganið. Og þó vilja þeir Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson láta þingið standa þar til fánamálið er komið í gegn og sambandinu milli Íslands og Danmerkur er ráðið til lykta. En hvað tekur það langan tíma? Bíðum og sjáum hvað setur ..."

Bréf Ólafs Runólfssonar, 1847-1927, bókhaldara í Reykjavík og verslunarmanns, 71 árs 1918.
Magnús Bjarnason, 1861-1949, prófastur og prestur á Prestsbakka. 57 ára 1918.
Örn Sigurðsson, er 66 ára, alinn upp í Smáíbúðahverfinu. Hann lærði skósmíði en starfaði lengstum við stoðtækjasmíðar. Örn er kvæntur og tveggja barna faðir og á tvö barnabörn. Hann er áhugaleikari og starfar með Halaleikhópnum.