1.-16. júní 2024

26. apríl 2018

Heilar götur eru vatnslausar

„Það horfir til stórvandræða með vatn hér í bænum. Á hverjum vetri frýs vatnið í húsæðum — þótt eigi sé mikið frost, en i þessum harðindakafla hefir þó tekið út yfir. Eg heyrði sagt i gær, að 75 hús í Vesturbænum væru vatnslaus og víðast hvar í Þingholtunum er vatnslaust. Og miklu víðar. Hvar sem maður fer um bæinn, er krökt af fólki, sem er að sækja vatn – leita og leita að því, hvar vatn muni að fá. Og misjafnlega mælist sá átroðningur fyrir, er kemur niður á þeim, sem eru svo lánsamir, að eigi hefir frosið í vatnsæðum hjá þeim. Heilar götur eru vatnslausar. Það hefir eigi dugað að stífla vatnið, því að frostið hefir náð niður fyrir stíflurnar. Svo að klaufaskap og trassaskap er eigi alstaðar um að kenna."

Úr Morgunblaðinu 15/1/1918.
Auður Styrkársdóttir, ellilífeyrisþegi og býr við Hlemm, stundar ritlistarnám og ritstörf.