1.-16. júní 2024

19. maí 2018

Ekki mögulegt að fá nokkurn vagnhest

„Júnímánuður:

Tuttugastiogþriðji. Sunnudagur. Lagði ég af stað suður til Reykjavíkur. Ætlaði ég að reyna að sækja  girðingarefni það sem fara átti til Þjórsárdal svo og sækja klippur þær er brúkast áttu bæði á Merkihvoli og í Hraunteig og skógræktarstjórinn hafði símað mér um. Reyndi ég að fá vagnhest á leiðinni en ekki mögulegt. Ætlaði ég þá að fá hann í Reykjavík. En það fór á sömu leið. Ekki mögulegt að fá nokkurn vagnhest. Var ég svo í Reykjavík að rekast í þessu fram á fimmtudagsmorgun að ég hélt heimleiðis, án þess  að koma girðingarefninu. En klippunum kom ég í flutning hjá Guðmundi á Hofi."

Dagbók Einars E. Sæmundsens 1885-1953. Skógfræðings og skógarvarðar á Suð-Vesturlandi. 33 ára 1918.
Árni Grétar Jóhannsson, 35 ára, leikstjóri og leiðsögumaður í Reykjavík.