1.-16. júní 2024

28. apríl 2018

Ekki dugar að láta fólkið sitja í kuldanum

„Frakkneskt gufuskip kom hingað á þriðjudagsmorguninn með kol og salt til hlutafélagsins Kol & Salt. Sú saga hefir gengið um bæinn að þau kol mundu verða töluvert dýrari — mundu eiga að kosta 500 kr. smálestir. En þetta er alveg tilhæfulaust. Kolin kosta 300 kr. smálestin eins og hingað til. Margir bæjarmanna eru nú orðnir kolalausir með öllu, og verða að láta sér nægja steinolíuofnana, þótt óhollir séu. Hlýtur að reka að því, að landsstjórnin láti selja fólki eftir seðlum eitthvað af kolabirgðum þeim, sem hún hefir umráð yfir, því að ekki dugar að láta fólkið sitja í kulda."

Úr Morgunblaðinu 3/1/1918 og 17/1/1918.
Magni Hjálmarsson, 72 ára kennari á eftirlaunum og býr í Reykjavík. Er að kenna hælisleitendum íslensku og er líka leiðsögumaður flóttamanns frá Sýrlandi.