1.-16. júní 2024

7. maí 2018

Ég ávarpa þig kæri

„Elsku Steindór minn

Ég ávarpa þig kæri, enn á við ykkur bæði hjónin. Ykkur mun ekki alveg ókunnugt að  ég hef verið að berjast við þá hugmynd að koma Ástu litlu frá mér til náms og reyna að hún nái að kynnast betur sínum eigin hæfilegleikum og hefi ég því helst hugsað um Kvennaskólann. Nú þýðir ekki að sækja um hann fyrir Ástu ef enginn er samistaður ... heimavist er ómögulegt fyrir mig að hugsa um. Ég finn líka að sem stendur er ykkur hérum bil ómögulegt að taka hana sakir húsrúms, enn þó er nú meiningin að fara fram á það. Ég veit að hvorugt ykkar setur það fyrir sig þótt þið eigið von á að fá lítið eður ekkert með henni, því ég býst við að nógu erfitt verði að skaffa henni verkefni og því tala ég um þetta nú við ykkur, hvort við mættum gefa upp heimilisfang hennar hjá ykkur ef til kemur. Ég veit ekkert hvað systur gjöra í haust eður yfir höfuð enn neitt, neitt, líf eður heilsa, reyni bara að sækja um skólann svo hún geti í öllu fallið notið hans. Ég fjölyrði þetta ekki, veit Steindi minn að þú gleymir mér ekki villt hjálpa systrum þínum það sem þú getur og meira til ... Verið blessuð og sæl ásamt elsku litla drengnum.

Guð annist ykkur öll í Jesú nafni.

Kristrún Eyjólfsdóttir. "

Ásta er Þórunn Ástríður Björnsdóttir sem var nemandi við Kvennaskólann frá hausti 1918 og bjó með systrum sínum að Tjarnargötu 8b.

Bréf Kristrúnar Eyjólfsdóttur 1856-1935, Húsfreyja Mosfellssveit. Gröf síðar Grafarholti. 62 ára 1918.
Steindór Björnsson 1885-1972. Grettisgötu 10, leikfimikennari og efnisvörður Landsímans. Sonur Kristrúnar.
Ása Björk Snorradóttir, 66 ára. Reykvíkingur sem hefur búið öll sín fullorðinsár í Hafnarfirði. Myndmenntakennari og leiðsögumaður . Áhugamálin eru mörg, aðallega ferðalög, lestur, hestamennska, pólitík og listir.