1.-16. júní 2024

11. maí 2018

Dans, hlutaveltur, átveislur

„„Iðnó“ leikhús og skemtihús.

1. október næstkomandi tek eg undirritaður til umráða „Iðnó“ (Iðnaðarmannahúsið), og leyfi eg mér hér með að óska velvildar almennings.

Félög, sem óska að halda þar fasta fundi, eru vinsamlega beðin að finna mig í tæka tíð.

Félög eða nefndir, sem óska þess að halda þar veislur, kvöldskemtanir, dans, hlutaveltur, átveislur eða því um líkt í vetur, eru beðnar að hitta mig að máli í tæka tíð til að tala um húsnæði.

Virðingarfylst

Frantz Håkansson

Skólavörðustíg 12."

Bréf Frantz Håkanssonar (f. 1880, d. 1946), bakarameistari og forstjóri Iðnó. Hann er 38 ára árið 1918. Hann rak Iðnó frá 1918 til 1940.
Guðmundur Steingrímsson, 45 ára, Reykjavík.