1.-16. júní 2024

2. maí 2018

Botnía er væntanleg hingað í kvöld

„Reykjavíkurannáll:

 

Gullfoss kom frá Ameríku á mánudag. Farþegar: Matthías Ólafsson alþingismaður, Jón Sívertsen skólastjóri, Páll Stefánsson heildsali, Hallgrímur Tulinius prókúristi og Guðrún Jónasson kaupkona.

Botnía er væntanleg hingað í kvöld.

Íslands Falk (Valurinn) kom hingað í fyrradag frá Færeyjum og fer til Danmerkur á þriðjudag.

Sterling kom hingað með ósköpin öll af farþegum, fyrst í vikunni, eitthvað um 60 á fyrsta farrými.

Söngfélagið. „17 júní“ söng í gærkvöldi í Bárubúð og var salurinn troðfullur. Samsöngurinn verður endurtekinn í kvöld og á morgun klukkan 6. Dómur um söngfélagið eftir Holger Wiehe dócent er í öðrum stað í blaðinu.

Söngskemtun frú Lauru Finsen verður á mánudag og þriðjudag."

Ísafold, 20. apríl 1918, bls. 2.
Þórður Ingi Guðjónsson, 49 ára íslenskufræðingur. Starfar sem ritstjóri Íslenzkra fornrita