1.-16. júní 2024

4. júní 2018

Allt eigulegir munir. Engin núll!

„Hlutavelta!

Barnastúkan Svava nr. 23 heldur hlutaveltu innan vébanda sinna til ágóða fyrir starfsemi sína næstkomandi sunnudag, klukkan 7 síðdegis í Goodtemplarahúsinu niðri.

Allt eigulegir munir. Engin núll! Drátturinn 15 aura, inngangseyrir 10 aurar.

Allir templarar velkomnir.

Gjöfum til hlutaveltunnar veitt þakklátleg móttaka í Goodtemplarahúsinu á sunnudaginn frá klukkan 10 til 2. Meðlimir áminntir um að mæta á fundi á sunnudaginn á venjulegum stað klukkan 2."

Barnastúkan Svava nr. 23 var stofnuð í desember 1898.

Meðal stúlkna í henni var Guðbjörg Benediktsdóttir 1907-1970 sem bjó að Frakkastíg 6 B. Guðbjörg vann II verðlaun fyrir kapphlaup í skemmtiferð Reykjavíkustúkanna í júní 1918.

Auglýsing Morgunblaðið 25. október 1918.
Hilda Bríet Bates Gústavsdóttir, er 15 ára gömul, gengur í Íþróttagrunnskólann NÚ. Áhugamál eru Leiklist og söngur.