1.-16. júní 2024

21. apríl 2018

Á almannafæri má enginn fleygja hræjum

„Á almannafæri má enginn fleygja hræjum, rusli eða öðrum óhreinindum. Eigi má heldur fleyja neinu slíku í tjörnina. Sorpi, slori, ösku eða öðrum óhreinindum má eigi kasta í fjöruna né út af bryggjum eða bólvirkjum og eigi má heldur skilja þar eftir neitt það, er valdið getur óþrifnaði eða óheilnæmi.

Hey, þang, mó, mold eða þess konar, sem slæðist eða hrynur niður við flutning um almannafæri, skal sá, er flutningnum ræður, skyldur að hreinsa upp samdægurs. 

Á húshliðar eða gafla, eða girðingar, sem vita að almannafæri, má eigi hengja eða festa á annan hátt neinskonar fiskiföng, né annað, sem óþrifnaður er að, eða óþefur. Eigi má heldur hafa fiskitrönur við almannafæri. Lifrarbræðslu eða aðra vinnu, sem óþrifnaði veldur eða óhollustu, má eigi hafa á öðrum stöðum en þeim, sem heilbrigðisnefndin ákveður.

Þar sem holræsi er komið í götu, skal húseiganda skylt að leggja holræsi frá húsi sínu út í göturæsið og skal leiða alt skolp frá því út í göturæsið. Húseigandi skal sjá um hreinsun á ræsum þeim, er ganga frá húsinu út í göturæsið eða rennum þeim er liggja kunna út í göturennur og sjá um að afrensli í þeim stíflist ekki.

Götur bæjarins og göturæsin skal hreinsa á bæjarins kostnað - svo oft sem heilbrigðisnefnd þykir þurfa."

Uppkast að lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík 1918.
Joanne Marcinkowska, sérfræðingur í málum innflytjenda hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur.