Listræn sýn
Í síkviku menningarlandslagi er Listahátíð í Reykjavík aflvaki nýsköpunar og samstarfs í íslensku listalífi. Hátíðin er vettvangur fyrir listsköpun í hæsta gæðaflokki frá öllum heimshornum en hún á líka í kröftugu og lifandi sambandi við almenning í landinu og leitast við að tendra áhuga sem flestra til að taka þátt og njóta lista á eigin forsendum.
Í heimi þar sem veldisvöxtur breytinga fer fram úr mannlegum skilningi okkar er listin leið fyrir okkur öll til að tjá og túlka skynjun okkar.
Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins og setur aðgengi og virðingu fyrir umhverfinu í forgang.
Við verkefnaval hefur hátíðin faglegan metnað, kjark, lífsgleði og stórhug að leiðarljósi. Ætíð er leitast við að viðburðir hafi slagkraft og gildi fyrir íslenskt listalíf og samfélag.
