2. júlí 2025
18. október 2019
Víkingur leikur Debussy og Rameau
Opnunartónleikar Listahátíðar 2020
Hinn einstaki píanóleikari Víkingur Heiðar Ólafsson opnar Listahátíð 2020 í Eldborg Hörpu 6. og 7. júní.
Flutt verður ný efnisskrá með verkum Claude Debussy og Jean-Philippe Rameu af næstu útgáfu Víkings hjá Deutsche Grammophon.
Víkingur var á dögunum valinn listamaður ársins á Gramophone Classical Music Awards en verðlaunin eru meðal virtustu viðurkenninga í heimi klassískrar tónlistar.