1.-16. júní 2024

20. mars 2012

Siggi Eggertsson hannar veggpsjald Listahátíðar

Úrslit hönnunarsamkeppni Listahátíðar og Hönnunarmiðstöðvar voru tilkynnt á Kexi rétt í þessu og sigraði tillaga grafíska hönnuðarins Sigga Eggertssonar keppnina.

Fjölmenni var á Kexi þegar Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar afhjúpaði veggpjaldið og tilkynnti úrslitin. „Þetta er í fyrsta sinn sem Listahátíð stendur fyrir opinni veggspjaldasamkeppni meðal hönnuða og myndlistarmanna og við erum mjög ánægð með þessi góðu viðbrögð og hversu margar fínar tillögur bárust. Það sýnir okkur að Listahátíð skiptir fólk máli og á sinn sess í hugum fólks á öllum aldri." Tillögum í keppnina var skilað undir dulnefni og valdi dómnefndin vinningstillöguna án þess að vita hver höfundur hennar var. Siggi Eggertsson er búsettur í Berlín og gat því ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Fyrir hans hönd tók Hjalti Jakobsson við verðlaununum, kr. 500.000.