
29. apríl 2025
30. maí -14. júní 2026
3. nóvember 2000
Nýjar samþykktir og nýtt skipurit tók gildi l. október s.l. og samkvæmt nýjum samþykktum ræður stjórn framkvæmdastjóra í samráði við listrænan stjórnanda.
Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur og stjórn fjármála Listhátíðar í umboði stjórnar og stjórnanda, vinnur að fjáröflun og undirbýr gerð fjárhagsáætlunar í samvinnu við listrænan stjórnanda og annast reikningsskil.
Næsta Listahátíð verður haldin 2002 en samkvæmt nýju samþykktunum er Listahátíð einnig heimilt að hafa samstarf við aðra aðila um listviðburði á milli hátíða.
Nánari upplýsingar um Listahátíð í Reykjavík er að finna á vef Listahátíðar; www.listahatid.is.
Upplýsingar um starfið veitir nýr listrænn stjórnandi, Þórunn Sigurðardóttir. Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsækjendum og ráða framkvæmdastjóra eftir öðrum leiðum.
Umsóknir skulu sendar í pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar stjórn Listahátíðar í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 1. desember. Öllum umsóknum verður svarað.