Emiliana Torrini and the Colorist Orchestra

10. mars 2022

Emilíana Torrini & The Colorist Orchestra á Listahátíð í sumar

Okkur er það sönn ánægja að tilkynna að hin stórkostlega Emilíana Torrini mun ásamt The Colorist Orchestra loka Listahátíð í Reykjavík 2022 með tónleikum í Eldborg  19. júní næstkomandi.

Belgíska hljómsveitin The Colorist Orchestra hefur vakið mikla athygli fyrir frumlega og lifandi nálgun við flutning og útsetningar á tónlist úr ólíkum áttum. Á síðustu árum hefur Emilíana Torrini, ein fjölhæfasta tónlistarkona þjóðarinnar, átt í frjóu samstarfi við hljómsveitina sem hefur glætt lög hennar nýju lífi. Tónlistarfólkið vinnur nú saman að sinni annarri plötu, Riding the Storm, þar sem hljóðheimur þeirra springur út á göldróttan hátt.

Almenn miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 30. mars kl. 12.