30. maí -14. júní 2026

Rót

30. MAÍ
14:00
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Handbendi brúðuleikhús

Aðgengi

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ

Rót er ný ljóðræn brúðuleiksýning fyrir alla fjölskylduna um rætur, samkennd og sögurnar sem geta heillað okkur úr smiðju Handbendi brúðuleikhúss.

Verkið gerist sumarið 1995 þegar ungur drengur hittir ömmu sína, „abuelu“ í fyrsta sinn. Hún kemur frá Paragvæ þar sem litadýrð, söngur og sögur umbreyta hversdeginum í töfrandi draumalandslag. Í gegnum söng, brúðuleik og sjónræna galdra ferðast sagan milli Íslands og Suður-Ameríku, fortíðar og nútíðar, raunveruleika og ímyndunar. Rót fjallar um að alast upp á mörkum ólíkra heima, bera innra með sér sögur frá tveimur menningarheimum og uppgötva að enginn er helmingur af neinu — við erum öll heil. Hjartnæm, litrík og sjónræn sýning sem fagnar fjölskyldu, uppruna og fegurðinni sem býr í því að vera maður sjálfur.

Handbendi er margverðlaunað brúðuleikhús með aðsetur í sveitum Norðvesturlands. Leikhúsið sérhæfir sig í frumlegum og áhrifaríkum sýningum fyrir áhorfendur á öllum aldri, sem ferðast víða erlendis og njóta alþjóðlegrar athygli. Handbendi var stofnað árið 2016 af Greta Clough, margverðlaunuðum leikstjóra, leikara og flytjanda, og hefur síðan fest sig í sessi sem einn frumlegasti sviðslistahópur landsins. Frá fámennri vinnustofu sinni á Hvammstanga rekur leikhúsið fjölbreytta starfsemi allt árið um kring: samfélagsverkefni, alþjóðlega gestavinnustofu fyrir listafólk og Hvammstangi International Puppetry Festival einu brúðulistahátíð Íslands.

Rót verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar þann 25. apríl og sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í maí og júní.

Handbendi hlaut Eyrarrósina árið 2023, viðurkenningu sem er veitt framúrskarandi menningarstarfi í landsbyggðunum. Að Eyrarrósinni standa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair.