30. maí -14. júní 2026

Mahler 8

29. - 30. MAÍ
19:30
ELDBORG
Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen
Bryndís Guðjónsdóttir
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Dísella Lárusdóttir
Anna Kissjudit
Hanna Dóra Sturludóttir
Simon O'Neill
Ólafur Kjartan Sigurðarson
Tómas Tómasson
Mótettukórinn
Hljómeyki
Söngsveitin Fílharmónía
Kór Langholtskirkju
Skólakór Kársness
Stefan Sand
Magnús Ragnarsson
Álfheiður Björgvinsdóttir

29. maí 2026 kl.19:30

30. maí 2026 kl.17:00

5900-15900
Kaupa miða

Aðgengi

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ

Flutningur á 8. sinfóníu Mahlers er án nokkurs vafa stórviðburður í íslensku tónlistarlífi og markar tímamót í sögu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta stórvirki tónlistarsögunnar hefur aldrei áður verið flutt hér á landi og nú er öllu tjaldað til. Sinfónían hlaut snemma viðurnefnið sinfónía þúsundanna þar sem flutningur hennar kallar á óvenjulegan fjölda flytjenda, jafnt söngvara sem hljóðfæraleikara. Á sviðinu verða á fjórða hundrað flytjendur, óvenjustór hljómsveit, átta einsöngvarar, kór og barnakór. Mahler samdi þetta áhrifaríka tónverk á aðeins sex vikum árið 1906, sem risavaxinn fagnaðaróð til kærleikans og mennskunnar, fullan bjartsýni og trúar á mannkynið. Mahler var sannfærður um að skilaboð verksins ættu erindi við heimsbyggðina og enn í dag er flutningur verksins í raun alþjóðlegur tónlistarviðburður í hvert sinn.

Þessir tónleikar verða einnig kveðjustund Evu Ollikainen sem aðalstjórnanda, en hún hefur verið aðalstjórnandi og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2020.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.