
LISTRÆNN STJÓRNANDI
30. maí -14. júní 2026
Listahátíð í Reykjavík er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt þríhliða samningi við Reykjavíkurborg og menningar- og viðskiptaráðuneyti, sem eru stofnaðilar hátíðarinnar. Framlag þeirra gegnir grundvallarhlutverki í því að tryggja rekstur og velgengni hátíðarinnar.
Stjórn Listahátíðar ber ábyrgð á rekstri hennar og fjárreiðum. Hún er skipuð þremur stjórnarmönnum. Fulltrúar menningar- og viðskiptaráðherra og borgarstjóra í Reykjavík gegna til skiptis formennsku og varaformennsku, í tvö ár í senn. Þriðji stjórnarmeðlimur er kosinn af fulltrúaráði á tveggja ára fresti.
Listrænn stjórnandi er ráðinn af stjórn. Hann er yfirmaður Listahátíðar og ber ábyrgð gagnvart stjórn á öllum rekstri hátíðarinnar í listrænu og fjárhagslegu tilliti.
LISTRÆNN STJÓRNANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
FORMAÐUR
Katrín Jakobsdóttir (fulltrúi borgarstjóra)
VARAFORMAÐUR
Sigtryggur Magnason (fulltrúi ráðherra)
STJÓRNARMAÐUR
Tryggvi M. Baldvinsson (kjörinn af fulltrúaráði)
LISTRÆNN STJÓRNANDI
Lára Sóley Jóhannsdóttir
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Tinna Grétarsdóttir
Forseti Íslands, Frú Halla Tómasdóttir
Vladimir Ashkenazy
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra