1.-16. júní 2024

24. apríl 2018

Fimm-króna seðli týndi fátækur drengur á götu í gær

„Tilkynning frá Gasstöðinni. Lokað verður fyrir gasið frá kl. 8 á kvöldin til kl. 8 á morgnana. Þetta gildir fyrst um sinn þar til öðruvísi verður ákveðið. Gasnotendur eru aðvaraðir um það, að loka gashönunum hjá sér á kvöldin, og opna þá ekki fyr en á morgnana, svo að ekki komi loft í pípurnar. Gasstöð Reykjavíkur.“

„Unga stúlkan sem var uppi á Laugavegi kl. 12 til 1 aðfaranótt 3. þessa mánaðar, á leið vestur í bæ, er vinsamlegast beðin af piltinum,sem hún hitti þar svo óvænt, að senda nafn sitt með utanáskrift í lokuðu bréfi, merkt R. B., á Stýrimannastíg 8 B.“

„Fimm-króna seðill týndi fátækur drengur á götu í gær. Skilist gegn fundarlaunum í Ísafoldarprentsmiðju.“

Úr Morgunblaðinu 4/1/1918 – 6/1/1918 – 15/1/1918.
Gísli Þór Ingólfsson, starfsmaður í Krambúðinni á Skólavörðustíg