Plat­form GÁTT

Platform GÁTT er verkefni á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar undir forystu Listahátíðar í Reykjavík 2019 – 2022. Verkefnið, eins og nafnið gefur til kynna, er hugsað sem gátt inn á vettvang listahátíða á Norðurlöndum fyrir ungt listafólk.

 

Fimm af stærstu þverfaglegu listahátíðum og stofnunum á Norðurlöndunum vinna í sameiningu að röð viðburða undir merkjum Platform GÁTT. Þar er sviðsljósinu beint að þessu unga og vaxandi listafólki og þeim einnig veittur stuðningur í ýmsu formi. Samstarfsaðilarnir eru: Listahátíð í Reykjavík, Bergen International Festival, Nuuk Nordic Culture Festival, Helsinki Festival og Norðurlandahúsið í Færeyjum.