Persónuverndarstefna Listahátíðar í Reykjavík
Hlutverk Listahátíðar er að skipuleggja og standa að listahátíðum í Reykjavík á sviði tónlistar og söngs, leik- og danslistar, bókmennta, myndlistar, hönnunar og fleiri listgreina annað hvert ár.
Listahátíð í Reykjavík er sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn.
Stefna þessi tekur til allra þeirra persónuupplýsinga sem Listahátíð í Reykjavík safnar hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti eða öðrum hætti svo sem á pappír.
Stefnan er ávallt aðgengileg á vef Listahátíðar. Allt kapp hefur verið lagt á að útskýra vinnslu persónuupplýsinga á einfaldan og hnitmiðaðan hátt.
Stefna þessi tekur mið af lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Tekið er við ábendingum og fyrirspurnum á netfanginu artfest@artfest.is.
Ábyrgð persónuupplýsinga
Listahátíð ber ábyrgð á allri meðferð persónuupplýsinga sem einstaklingar veita Listahátíð og skuldbindur sig að tryggja að meðferð þessara upplýsinga sé í samræmi við þau lög sem eru í gildi hverju sinni.
Söfnun og meðferð persónuupplýsinga
Viðburðastaðir og miðasölulausnir sem Listahátíð skiptir við safna persónuupplýsingum við miðakaup og ábyrgjast verndun þeirra upplýsinga. Listahátíð hvetur þig til að skoða persónuverndarstefnur hvers aðila fyrir sig þar sem persónuverndarstefna Listahátíðar nær ekki til þessara þriðju aðila og vinnslu þeirra á persónuupplýsingum.
Einstaklingar geta skráð sig á póstlista Listahátíðar og fengið upplýsingar um viðburði á Listahátíð. Viðskiptavinir geta hvenær sem þeir óska afskráð sig af þessum póstlista neðst í fréttabréfi.
Listahátíð notar vefkökur til að vefurinn www.listahatid.is virki sem best fyrir notandann. Vefkökur eru litlar upplýsinga- og textaskrár. Þær eru vistaðar í vafra eða tæki einstaklinga þegar skoðaðar eru vefsíður. Vefkökur vista ekki persónuupplýsingar eins og nöfn, netföng, símanúmer eða kennitölur. Einstaklingar geta breytt vafraköku stillingum með því að smella á tannhjól sem birtist í neðra vinstra horni heimasíðu Listahátíðar. Einnig geta einstaklingar eytt vefkökum sem eru vistaðar í tækjum þeirra.
Google analytics vefkökur eru notaðar til að safna upplýsingum um hvaða fréttir og viðburðir vekja mesta athygli og til að fá upplýsingar um hvaðan einstaklingurinn kom inn á vefsíðuna. Þessar upplýsingar má nota til að birta einstaklingum auglýsingar sem Listahátíð metur svo að einstaklingur hafi áhuga á að sjá og til að sérsníða þau skilaboð sem Listahátíð birtir einstaklingum. Listahátíð deilir ekki upplýsingum sem eru persónugreinanlegar með þriðja aðila.
Miðlun persónuupplýsinga
Listahátíð leggur áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við lög um persónuvernd og að öryggi þeirra sé tryggt með viðeigandi hætti. Engum upplýsingum sem einstaklingar afhenda Listahátíðar er miðlað til annarra en þess starfsfólks sem vinnu sinnar vegna þurfa að meðhöndla upplýsingarnar. Starfsfólk Listahátíðar skuldbindur sig til að viðhalda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þau meðhöndla um einstaklinga og gesti Listahátíðar.
Listahátíð heitir því að selja ekki, leigja eða deila persónuupplýsingum einstaklinga.
Réttur einstaklinga
Listahátíð leggur áherslu á að virða rétt einstaklinga sem treysta stofnuninni fyrir persónuupplýsingum sínum og leggur í því sambandi áherslu á að auðvelda einstaklingum að framfylgja réttindum sínum gagnvart stofnuninni með því að beina eftirfarandi fyrirspurnum til Listahátíðar:
Réttur til aðgangs. Einstaklingar geta lagt fram beiðni um staðfestingu á því hvort Listahátíð vinni persónuupplýsingar um þá og þá hver tilgangurinn er með vinnslunni.
Réttur til að flytja persónuupplýsingar. Einstaklingar eiga rétt á að fá þær persónuupplýsingar sem þeir hafa lagt Listahátíð til á tölvulesanlegu sniði eða, óski einstaklingur eftir því, að slíkar upplýsingar verði afhentar öðrum aðila sem einstaklingur nefnir sem móttakanda.
Réttur til leiðréttingar og eyðingar. Einstaklingur getur óskað eftir að persónuupplýsingum viðkomandi einstaklings, sem Listahátíð ber ekki lagaleg skylda til að varðveita, sé breytt/eytt.
Réttur til að andmæla og eða takmarka vinnslu. Einstaklingar eiga rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga.
Börn og persónuvernd
Listahátíð safnar ekki persónuupplýsingum um börn yngri en 13 ára án samþykkis forráðamanna.
Breytingar á persónuvernd Listahátíðar
Listahátíð endurskoðar persónuverndarstefnu sína reglubundið og kann í því sambandi að gera breytingar á henni. Því hvetur Listahátíð einstaklinga til að kynna sér persónuverndarstefnuna reglulega. Ef um viðmiklar efnisbreytingar er að ræða, sem geta haft áhrif á réttindi einstaklinga mun sú breyting verða kynnt viðskiptavinum Listahátíð sérstaklega.
Stefnan var síðast yfirfarin og uppfærð 29. desember 2022.