1.-16. júní 2024

Listahátíð í Reykjavík 2022

1. - 19. júní 2022

Þema hátíðarinnar „HINUM MEGIN“

Mannkynið verður tæpast búið að sjá fyrir endann á yfirstandandi heimsfaraldri sumarið 2022, því miður. Hins vegar má segja að við séum nú þegar hinum megin við faraldurinn að því leyti að heimsmynd okkar er gjörbreytt. Á sama tíma eru loftslagsbreytingar farnar að hafa ógurleg áhrif á líf okkar og engin leið er að halda áfram á sömu braut og hingað til.

Þemað er opið til túlkunar, enda margrætt í einfaldleika sínum, en meðal annars má skoða það í eftirfarandi samhengi:

  • Að sjá hlutina hinum megin frá: Ný sjónarhorn, ný nálgun.
  • Hérna megin / hinum megin: Tvenndarhyggja (þar sem allt er annað hvort eða) og áhrif hennar á samfélagið. Við/þið, sannleikur/lygi, efni/andi, karl/kona...
  • Hinum megin við meginstrauma: Hinsegin menning, jaðarmenning o.s.frv.
  • Hinum megin: Handanheimar - framtíðin.

Teymi Listahátíðar í Reykjavík 2022

Listrænn stjórnandi: Vigdís Jakobsdóttir
Framkvæmdastjóri: Fjóla Dögg Sverrisdóttir
Kynningarstjóri: Kara Hergils
Verkefnastjórar: Ása Dýradóttir, Matthias Engler, Gunnar Karel Másson, Guja Sandholt, Sigurður Starr, Hrafnhildur Sigurðardóttir
Ritstjóri: Salka Guðmundsdóttir
Hönnun: Brandenburg

Dagskrá 2022

Alla dagskrá Listahátíðar 2022 má sjá í Gagnasafni Listahátíðar hér.

Á aðaldagskrá 2022 voru 30 viðburðir og þar af 9 viðburðir sem áttu að vera á Listahátíð 2020.
Hliðarviðburðir voru alls 17 og Klúbbaviðburðir alls 57. Í heildina voru 104 viðburðir.
631 listamanneskja kom fram á Listahátíð 2022 komu fram á yfir 40 viðburðastöðum í 17 póstnúmerum.
Hátt í 40 þúsund gestir sóttu viðburði hátíðarinnar. Þar af sóttu um 3000 manns viðburði í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó.

Klúbb­ur Lista­há­tíð­ar

Hjarta Listahátíðar slær í hinum síkvika Klúbbi þar sem allir viðburðir eru ókeypis og öll velkomin. Í Klúbbnum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla hátíðardagana, hvort sem gesti þyrstir í safaríkar umræður, funheita listviðburði, vinnusmiðjur með listafólki eða einfaldlega að dansa fram á nótt. 

Klúbbur Listahátíðar hefur afar mikilvægu hlutverki að gegna á Listahátíð og er órjúfanlegur hluti hennar. Í Klúbbnum er hvatt til lýðræðislegrar virkni og þátttöku í listum og þar eru allir viðburðir ókeypis. Auk þess að hýsa fjölbreytta listviðburði, yfirtökur ólíkra listhópa og spennandi tilraunir er Klúbburinn ekki síður vettvangur samtals og óformlegri tækifæra til að tengjast, kynnast nýju fólki og hugmyndum. Hann er afdrep í undarlegum heimi á óvissutímum og þangað eru öll velkomin.  

Klúbbur Listahátíðar 2022 var staðsettur í IÐNÓ, í hjarta borgarinnar.

Myndaalbúm