„HINUM MEGIN“

Þema hátíðarinnar 2022 er Hinum megin.

Mannkynið verður tæpast búið að sjá fyrir endann á yfirstandandi heimsfaraldri sumarið 2022, því miður. Hins vegar má segja að við séum nú þegar hinum megin við faraldurinn að því leyti að heimsmynd okkar er gjörbreytt. Á sama tíma eru loftslagsbreytingar farnar að hafa ógurleg áhrif á líf okkar og engin leið er að halda áfram á sömu braut og hingað til.

Þemað er opið til túlkunar, enda margrætt í einfaldleika sínum, en meðal annars má skoða það í eftirfarandi samhengi:

  • Að sjá hlutina hinum megin frá: Ný sjónarhorn, ný nálgun.
  • Hérna megin / hinum megin: Tvenndarhyggja (þar sem allt er annað hvort eða) og áhrif hennar á samfélagið. Við/þið, sannleikur/lygi, efni/andi, karl/kona...
  • Hinum megin við meginstrauma: Hinsegin menning, jaðarmenning o.s.frv.
  • Hinum megin: Handanheimar - framtíðin.