1.-16. júní 2024

Listahátíð 50 ára

1970-2020

Í tilefni 50 ára afmælis Listahátíðar í Reykjavík árið 2020 framleiddu Listahátíð og Ríkisútvarpið 10 stutta þætti þar sem þátttakendur og gestir deila frásögnum úr 50 ára sögu hátíðarinnar.

Sögur af Listahátíð

Þáttur 1

Hrefna Haraldsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík 2008-2012, segir frá húslestrum, stofutónleikum og Jonasi Kaufman. Pálína Jónsdóttir, leikstjóri og listahátíðargestur, segir frá Tadeusz Kantor.

Þáttur 2

Sveinn Einarsson, leikstjóri og meðlimur í fyrstu stjórn Listahátíðar árið 1970, segir frá fyrstu Listahátíðinni og Clöru Pontoppidan. Sara Marti, söngkona Lhooq, segir frá því þegar hljómsveit hennar kom fram fyrir David Bowie tónleika.

Þáttur 3

Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar árin 2002-2008, segir frá Risessunni. Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, segir frá Sinfóníutónleikunum 1970.

Þáttur 4

Bjarkar- aðdáendurnir Eirný Þórólfsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir og Bryndís Bolladóttir segja frá Bjarkartónleikum. Örnólfur Árnason, framkvæmdastjóri Listahátíðar 1980-1982, segir frá Els Comediants.

Þáttur 5

Stuart Skelton, tenórsöngvari, og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, fiðluleikari, segja frá Peter Grimes. Stefanía Guðmundsdóttir, listahátíðargestur, segir frá Ojos de Brujos.

Þáttur 6

Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnanri Listahátíðar árin 2012-2016 segir frá Vessel Orchestra og Guerilla Girls. Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikarim segir frá Evgeny Kissin.

Þáttur 7

Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Æistahátíðar 1986, segir frá Jacqueline Picasso og Leonard Cohen. Tinna Diljá Söndrudóttir segir frá R1918.

Þáttur 8

Yrsa Rún Gunnarsdóttir, listahátíðargestur, segir frá Saurus og Transhumance. Signý Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar frá 19996-1998, segir frá Circus Ronaldo.

Þáttur 9

María Gunnlaugsdóttir, listahátíðargestur og þátttakandi, segir frá Asparfelli og upplifun af Listahátíð í gegnum útvarpið. Þór Elís Pálsson og Kristján Ingi Einarsson segja frá Led Zeppelin.

Þáttur 10

Arndís Björk Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri á Listahátíð 2005-2007 segir frá Dmitry Hvorostovsky og Bryn Terfel. Ali Parsi, listahátíðargestur, segir frá Cesariu Evora og listagjöf.