
29. apríl 2025
30. maí -14. júní 2026
4. nóvember 2013
Hanna Styrmisdóttir og Björn Einarsson undirrituðu nýverið endurnýjaðan samstarfssaming milli Listahátíðar í Reykjavík og TVG Zimsen. Samningurinn er til tveggja ára og felur í sér að TVG-Zimsen verður bakhjarl Listahátíðar í flutningum og mun annast alla flutninga á listaverkum fyrir hátíðina 2014 og 2015.
„Við erum afar ánægð með samstarfið við TVG Zimsen og þann áhuga og gagnkvæma traust sem þessi tveggja ára samningur endurspeglar. Fyrirtækið er í fremstu röð á sviði listaverkaflutninga og sér um allt ferlið, frá því að sérhanna umbúðir, pakka og flytja í samstarfi við listamennina og viðurkennda aðila erlendis“, segir Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.
„Það er okkur heiður að fá að starfa áfram með Listahátíð í Reykjavík og styðja við bakið á þeirri miklu nýsköpun sem þar fer fram. Hátíðin er mikilvægt hreyfiafl í íslensku menningar- og listalífi og í sífelldri endurnýjun“, segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.
Tuttugasta og áttunda Listahátíð í Reykjavík verður haldin dagana 22. maí til 5. júní 2014. Hátíðin hefur árabil haft frumkvæði að samstarfi menningar- og atvinnulífs á Íslandi. Eitt af markmiðum hennar með því samstarfi er að efla tengslin við samfélagið í víðum skilningi.
Í samræmi við þau markmið starfar Listahátíð í Reykjavík eftir heildstæðri styrktaraðila-stefnu þar sem áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki í öllum atvinnugreinum.