1.-16. júní 2024

25. febrúar 2021

Tilkynning til miðahafa á tónleika Víkings Heiðars

Það gleður okkur að tilkynna að með komu nýrra tilslakanna er loks hægt að halda tónleika Víkings Heiðars þar sem hann flytur verk frönsku tónskáldanna Debussy & Rameau. 

Í samræmi við reglur Almannavarna verður Eldborgarsal Hörpu skipt upp í fjögur sóttvarnarhólf. Vegna þessa þarf að endurraða í salinn og því ekki hægt að ábyrgjast að áhorfendur lendi í upprunalegum sætum.Til að tryggja öllum pláss verður bætt við tónleikum þann 6. mars og mega einhverjir gestir búast við því að vera færðir um dag. Við þökkum skilning og sveigjanleika við óviðráðanlegum aðstæðum.

Miðasala Hörpu sendir út nýja miða á næstu dögum.

Tónleikarnir fara fram:Fös 5. mars kl. 20:00 - UppseltLau 6. mars kl. 20:00 - Aukatónleikar, ekki komnir í almenna söluSun 7. mars kl. 20:00 - UppseltÞrið 9. mars kl. 20:00 - Lausir miðar