26. febrúar 2021

Ólafur Ólafsson og Libia Castro myndlistarmenn ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum 2021

Myndlistartvíeykið Ólafur Ólafsson og Libia Castro hlutu í gær titilinn myndlistarmenn ársins á Íslensku myndlistarverðlaununum. Þau hlutu viðurkenninguna fyrir verk sitt 

 sem var á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020. Verkefnið fór fram í porti Listasafns Reykjavíkur yfir heilan dag 3. október 2020 og var framleitt af listafólkinu, Töfrateymi þeirra og Listahátíðinni Cycle. Ólafur og Libia fengu til liðs við sig breiðan hóp ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólks, samtaka, aðgerðarsinna og almennra borgara til þess að skapa í samstarfi fjölradda tónlistar- og myndlistargjörning við allar 114 greinar nýju íslensku stjórnarskrártillögunnar frá árinu 2011. Listahátíð í Reykjavík óskar listafólkinu og töfrateymi þeirra öllu innilega til hamingju!