1.-16. júní 2024

12. ágúst 2021

„Hinum megin“ - kallað eftir verkefnum á Listahátíð í Reykjavík 2022

Kallað er eftir hugmyndum frá listafólki að verkefnum á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2022. Dagsetningar hátíðarinnar eru 1.-19. júní og þema hátíðarinnar 2022 er Hinum megin.

Kallað er eftir hugmyndum frá listafólki að verkefnum á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2022.

Dagsetningar hátíðarinnar eru 1.-19. júní og þema hátíðarinnar 2022 er Hinum megin.

Mannkynið verður tæpast búið að sjá fyrir endann á yfirstandandi heimsfaraldri sumarið 2022, því miður. Hins vegar má segja að við séum nú þegar hinum megin við faraldurinn að því leyti að heimsmynd okkar er gjörbreytt. Á sama tíma eru loftslagsbreytingar farnar að hafa ógurleg áhrif á líf okkar og engin leið er að halda áfram á sömu braut og hingað til.

Þemað er opið til túlkunar, enda margrætt í einfaldleika sínum, en meðal annars má skoða það í eftirfarandi samhengi:

  • Að sjá hlutina hinum megin frá: Ný sjónarhorn, ný nálgun.
  • Hérna megin / hinum megin: Tvenndarhyggja (þar sem allt er annað hvort eða) og áhrif hennar á samfélagið. Við/þið, sannleikur/lygi, efni/andi, karl/kona...
  • Hinum megin við meginstrauma: Hinsegin menning, jaðarmenning o.s.frv.
  • Hinum megin: Handanheimar - framtíðin.

Öllu listafólki er frjálst að senda inn hugmyndir fyrir hátíðina og tekið er á móti hugmyndum á hvaða vinnslustigi sem er. Athugið þó að stærri og fjárfrekari verkefni þurfa að vera komin áleiðis með eigin fjármögnun til þess að koma til álita.

Á Listahátíð er sérstök áhersla lögð á nýsköpun og verkefni þar sem ólíkar listgreinar skarast. Við leitum að viðburðum sem höfða til fjölbreyttra áhorfendahópa, viðburðum sem fara fram utan höfuðborgarsvæðisins, þátttökuverkefnum og verkefnum í almenningsrými sem teygja sig út fyrir hefðbundið umhverfi lista.

Tillögur skulu sendar inn með því að fylla út rafrænt eyðublað hér

 

Skilafrestur er til miðnættis fimmtudaginn 30. september 2021.