1.-16. júní 2024

21. mars 2012

Bryan Ferry kemur á Listahátíð

Goðsögnin Bryan Ferry kemur hinga til lands ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Hörpu hvítasunnudag 27. maí. Tónleikarnir á Listhátíð marka upphaf alþjóðegra Nelson Mandela daga á Íslandi, Nelson Madela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans. Fyrirhugaðir eru fleiri tónleikar síðar á árinu til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela.

Tónleikarnir eru í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og eru á dagskrá hátíðarinnar sem haldin er dagana 18. maí til 3. júní. Á tónleikunum í Reykjavík mun Bryan Ferry leika lög úr ýmsum tímabilum ferils síns, bæði efni af breiðskífum sínum sem og úr ferli sínum með Roxy Music. Dagskráin er að hluta til byggð á Olympia tónleikunum sem hann bauð upp á síðasta ári og fékk einróma lof gagnrýnenda.

Vegna mikillar miðasölu verður aukatónleikum bætt við 28. maí, annan í hvítasunnu.