Lista­há­tíð 2018

Heima í pólitískum / samfélagslegum skilningi

Meðal annars má skoða hugmyndina um „heima“ í ljósi breyttrar heimsmyndar og þeirrar hreyfingar sem nú er komin á jarðarbúa bæði vegna stríðs- og efnahagsástands. Hvað er heima fyrir þeim sem hefur misst allt? Að hve miklu marki hefur aukin ferðamennska, netheimar og alþjóðavæðingin haft áhrif á hugmyndir okkar um heima?

Heima í sögulegu samhengi

Heima má líka skoða í bæði jarðsögulegu, sögulegu og menningarsögulegu samhengi. Árið 2018 verða liðin 100 ár frá því Ísland hlaut fullveldi. Hvað er heimaland? Hvernig tengist „heima“ sjálfsmynd einstaklinga og þjóðar?

Heima í persónulegu / listrænu samhengi

Hvenær líður okkur eins og við séum heima? Hvað tengir okkur við staði og annað fólk á þann hátt að okkur finnst við vera komin heim? Er listin sjálf ef til vill eilíf leit að þessari tengingu?

 

„STUÐST ER VIÐ SKÝRT ÞEMA FYRIR HVERJA HÁTÍÐ SEM TALAR BEINT INN Í SAMTÍMANN OG SKAPAR MERKINGARBÆRT SAMHENGI FYRIR LISTAFÓLK SEM AÐ HÁTÍÐINNI KEMUR, SEM OG GESTI HENNAR.“

(ÚR STEFNU LISTAHÁTÍÐAR 2017-2020)