1.-16. júní 2024

Listahátíð í Reykjavík 2018

1. - 17. júní 2018

EDDA eftir Robert Wilson

Þema hátíðarinnar „HEIMA

Þó viðburðir Listahátíðar 2018 hafi verið afar fjölbreyttir bæði að gerð og innihaldi tengdust þeir flestir í gegnum yfirskrift hátíðarinnar: „Heima”.

Heima í pólitískum / samfélagslegum skilningi

Meðal annars má skoða hugmyndina um „heima“ í ljósi breyttrar heimsmyndar og þeirrar hreyfingar sem nú er komin á jarðarbúa bæði vegna stríðs- og efnahagsástands. Hvað er heima fyrir þeim sem hefur misst allt? Að hve miklu marki hefur aukin ferðamennska, netheimar og alþjóðavæðingin haft áhrif á hugmyndir okkar um heima?

Heima í sögulegu samhengi

Heima má líka skoða í bæði jarðsögulegu, sögulegu og menningarsögulegu samhengi. Árið 2018 verða liðin 100 ár frá því Ísland hlaut fullveldi. Hvað er heimaland? Hvernig tengist „heima“ sjálfsmynd einstaklinga og þjóðar?

Heima í persónulegu / listrænu samhengi

Hvenær líður okkur eins og við séum heima? Hvað tengir okkur við staði og annað fólk á þann hátt að okkur finnst við vera komin heim? Er listin sjálf ef til vill eilíf leit að þessari tengingu?

Dagskrá 2018

Á dagskrá Listahátíðar voru 34 viðburðir sem má sjá í Gagnasafni Listahátíðar hér.

33 einstakir viðburðir voru á aðaldagskrá og 36 viðburðir voru í Klúbbi Listahátíðar. Alls voru 183 viðburðir á 18 dögum.
1000 þátttakendur af 22 þjóðernum tóku þátt í dagskrá hátíðarinnar.
Viðburðir Listahátíðar 2018 fóru fram á 48 viðburðarstöðum um allt land.
35 þúsund áhorfendur sáu viðburði hátíðarinnar.

Teymi Listahátíðar í Reykjavík 2018

Listrænn stjórnandi: Vigdís Jakobsdóttir
Framkvæmdastjóri: Fjóla Dögg Sverrisdóttir
Kynningarstjóri: Alexía Björg Jóhannsdóttir
Verkefnastjórar: Anna Rut Bjarnadóttir, Friðrik Agni Árnason, Renaud Durville
Klúbbstjóri: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Ritstjóri: Björg Björnsdóttir
Þýðandi: Salka Guðmundsdóttir
Hönnun: Döðlur

Klúbbur Listahátíðar 2018

Eftir að hafa legið í dvala í mörg ár var Klúbbur Listahátíðar endurvakinn á Listahátíð 2018.

Klúbburinn gegndi mikilvægu hlutverki um árabil, ekki síst á níunda og tíunda áratugnum, sem samkomustaður fyrir listafólk og gesti hátíðarinnar þar sem lifandi tónlist var í hávegum höfð. Klúbburinn var lengst af rekinn í Félagsstofnun stúdenta og síðar m.a. á Hótel Borg, Hressó, Iðnó og Sólon Íslandus.

Klúbbur Listahátíðar 2018 var opinn alla dagana sem hátíðin varði eða frá 2.-17. júní og var að þessu sinni staðsettur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Klúbburinn var sérstaklega innréttaður fyrir hátíðina í fjölnotarými safnsins og þar var hægt að njóta ljúfra veitinga og úrvals listviðburða  á meðan á hátíðinni stóð.

Myndaalbúm

Saurus
Saurus
Opnun Listahátíðar
Saurus
Flor de Toloache
Daniel Lismore
Atómstjarna
Blesugróf
Blesugróf
Einskismannsland