1.-16. júní 2024

Fjölskyldupönk

16. JÚN
11:00
IÐNÓ

Langar þig að pönkast með fjölskyldunni þinni? Fjölskyldupönk er námskeið sem er opið alls konar fjölskyldum. Þið lærið að stofna hljómsveit út frá leiðbeiningum af vefsíðunni wikihow.com - staðnum þar sem „allir draumar geta ræst“. Námskeiðið varpar ljósi á alla þá möguleika sem felast í því að skapa innan hugmyndafræði pönksins þar sem útrás og æðruleysi ræður ríkjum.

Á aðeins tveimur klukkustundum mun fjölskyldan þín meika það! Engin reynsla er nauðsynleg – því minni, því betra! Komið með reiði, ást, áhyggjur ykkar og vonir! 

Skráning á skraning@artfest.is. Aldur: 6+

Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.

Gígja Jónsdóttir er danshöfundur og myndlistarmaður. Hún vinnur þvert á listgreinar og nálgast viðfangsefni sín í gegnum ólíka miðla svo sem gjörninga, vídeó, sviðslistir, og tónlist. Hún hefur gert fjölda dans- og sviðsverka, tekið þátt í mörgum myndlistarverkefnum hérlendis og unnið í samstarfi við ótal listafólk. Hún er einnig meðlimur í teknófiðlutvíeykinu GEIGEN. Þátttökusýning Gígju WikiHow to Start a Punk Band frá árinu 2017 hefur þróast sem pönknámskeið sem hún hefur haldið fyrir unglinga, unga dansara, eldri borgara og nú fjölskyldur.

Mynd: Agust Atlason

Gígja Jónsdóttir

11:00-13:00

Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13