21. maí — 5. júní 2016
 
Innri-vefur-2040x380_4

Sagan

Samtök um Listahátíð í Reykjavík voru stofnuð 10. mars 1969. Forsaga þess var að Vladimir Ashkenazy sem þá var búsettur á Íslandi og Ivar Eskeland, forstjóri Norræna hússins, höfðu hvatt til þess að í borginni yrði haldin alþjóðleg tónlistarhátíð annars vegar og norræn menningarhátíð hins vegar. Eftir viðræður Bandalags íslenskra listamanna, menntamálaráðherra og borgaryfirvalda, var ákveðið að sameina þessar hugmyndir og stofna til alþjóðlegrar Listahátíðar í Reykjavík sem var haldin í fyrsta sinn sumarið 1970. Hátíðin var lengst af tvíæringur, var svo haldin árlega að vori  til frá árinu 2004 en frá árinu 2016 er hátíðin orðin að tvíæringi á ný.

 

Öll kynningarrit hátíðarinnar frá upphafi eru aðgengileg í rafrænu formi í dálkinum hér til hliðar.