21. maí — 5. júní 2016
 
ludurhljomur-kross-vefur

Eyrarrósin

EYR_logo_2015-01-01Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005. Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð.   Valnefnd, skipuð fulltrúum Byggðastofnunar, Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands ásamt einum menningarfulltrúa á starfssvæði Byggðastofnunar; tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina,  1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta peningaverðlaun, auk flugferða. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin.

Handhafar Eyrarrósarinnar frá upphafi:

 • Þjóðlagahátíðin á Siglufirði (2005)
 • LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi (2006)
 • Stranda­galdur á Hólmavík (2007)
 • Rokkhátíð alþýðunnar; Aldrei fór ég suður (2008)
 • Landnámssetur Íslands (2009)
 • Bræðslan á Borgarfirði eystra (2010)
 • Sumartónleikar í Skálholtskirkju (2011)
 • Safnasafnið á Svalbarðsströnd (2012)
 • Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi (2013)
 • Áhöfn­in á Húna (2014)
 • Frystiklefinn á Rifi (2015)

 

Nánari upplýsingar fyrir umsækjendur er að finna hér