Yfirtaka: R.E.C. Arts
Listrænu grasrótarsamtökin R.E.C. Arts Reykjavík beita sér fyrir auknum sýnileika og aðgengi minnihlutahópa að íslenskum sviðslistum. Með frásögnum, dansi, tónlist og öðrum listrænum tólum og tækjum leitast listafólkið við að byggja brýr milli ólíkra hópa og fræða meirihlutann um menningarlegar breytingar á íslensku samfélagi. R.E.C. Arts munu taka yfir Klúbbinn með fjölbreyttri dagskrá sem inniheldur m.a. fræðandi umræður, vinnusmiðjur og kennslu. Sýnd verða kraftmikil sviðsverk eftir meðlimi samtakanna og annað listafólk úr jaðarhópum - og ekki má missa af danspartýinu!
Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.