Krakkaveldi taka yfir Klúbb Listahátíðar!

Krakkaveldi tekur yfir Klúbbinn á þjóðhátíðardaginn!

Þetta verður 17. júní-partýið sem þig hefur alltaf dreymt um! Krakkarnir í Krakkaveldi taka völdin í Iðnó á þjóðhátíðardaginn. Matarslagur, danspartý, tónleikar, frægt fólk, vatnsbyssuslagur og engar leiðinlegar ræður og reglur í frábærri dagskrá þar sem krakkar og fullorðnir fá rými til að leika sér saman.

Krakkaveldi eru samtök krakka sem vilja breyta heiminum og hafa þegar haldið mótmæli, skrifað forsætisráðherra bréf, opnað BarnaBar og klippistofu fyrir fullorðna, æft sig í borgaralegri óhlýðni og látið nammi rigna á viðburðum sínum. Hæ, hó og jibbí jei!

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

17. JÚN

Dagsetning

17. júní 2022, kl. 12:00-18:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Krakkaveldi

Aðgengi

Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn