Listahátíð Kliðs
Listakollektífið Kliður leggur Klúbb Listahátíðar undir sig og heldur Listahátíð Kliðs með fjölbreyttri dagskrá í takt við þau ólíku listform sem meðlimir kórsins fást við.
Í þessum kór sem á engan sinn líkan koma saman tónskáld, myndlistarfólk, skáld, sviðslistafólk og hljóðfæraleikarar sem hafa á síðustu árum staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og frumflutt tónverk eftir meðlimi hópsins. Kliður hefur getið sér gott orð fyrir spennandi uppákomur og komið fram hér heima og erlendis. Yfirtökunni lýkur þegar allur kórinn kemur saman í aðalsal Iðnó um kvöldið.
Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.
4. JÚN - 4. JÚN
Dagsetning
4. júní 2022, allan daginn
Verð
Ókeypis
Listafólk
Kliður
Aðgengi
Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.
STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55