1.-16. júní 2024

Yfirtaka: Happy Pinoy

8. JÚN
11:00
IÐNÓ

Gleðirík yfirtaka sem hljómar og bragðast stórfenglega!

Happy Pinoy er óformlegur listhópur Filippseyinga á Íslandi. Þau lýsa sér sem asísku klisjunni því saman hlæja þau, elda og syngja. Þau ætla að bjóða gestum og gangandi upp á stórskemmtilega dagskrá í Klúbbnum – meðal annars Sinulog-dansa, filippseyskt hlaðborð í boodle fight-stíl, harana-serenöður, ljóðlist – og auðvitað smá karókí líka.

Happy Pinoy
Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13