1.-16. júní 2024

Yfirtaka: Happy Pinoy

8. JÚN
11:00
IÐNÓ

Gleðirík yfirtaka sem hljómar og bragðast stórfenglega!

Happy Pinoy er óformlegur listhópur Filippseyinga á Íslandi. Þau lýsa sér sem asísku klisjunni því saman hlæja þau, elda og syngja. Þau ætla að bjóða gestum og gangandi upp á stórskemmtilega dagskrá í Klúbbnum – meðal annars Sinulog-dansa, filippseyskt hlaðborð í boodle fight-stíl, harana-serenöður, ljóðlist – og auðvitað smá karókí líka.

Dagskrá:

11:00-12:00 Sinulog skrúðganga frá Lækjartorgi að Iðnó

12:00-12:30 Sinulog dans námskeið fyrir börn

14:00-14:30 Harana skemmtun í Iðnó

14:30-15:30 Harana seröður víðsvegar um miðbæinn - Ertu með ástarjátningu? Hafðu samband á skraning@artfest.is

15:00-17:00 Karaoke & Ljóðlistar maraþon

18:00-19:00 Boodle fight: matar- og menningarupplifun þar sem gestir fá að upplifa Filippseyska matargerð, framsetningu og auðvitað stemmingu

20:00-24:00 Dans & Karaoke partý

Happy Pinoy
Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13