Yfirtaka: FWD

FORWARD taka yfir Klúbb Listahátíðar í Reykjavík! FORWARD er hópur ungra dansara sem eru að taka sín fyrstu spor í sjálfstæðri list- og dansmiðlun. Í ár taka tíu dansarar á aldrinum 19-29 ára yfir Klúbb Listahátíðar og bjóða upp á heilan dag af viðburðum, þ.á.m. dansverk unnið í samstarfi við franska danshöfundinn Sylvain Huc, leiðangur gegnum gjörninga og myndir eftir meðlimi hópsins ásamt öðrum óvæntum uppákomum þar sem gestir og áhorfendur geta tekið þátt eða hreinlega bara fylgst með. 

Viðburðurinn er styrktur af franska sendiráðinu. 

Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.

5. JÚN

Dagsetning

5. júní 2022, allan daginn

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

FWD Youth Company

Aðgengi

Í Iðnó er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 55

Merktu daginn