1.-16. júní 2024

Yfirtaka: Burlesque

15. JÚN
11:00
IÐNÓ

Fjaðrir, skrautsteinar og glamúr!
Börlesk er rótgróið sviðslistaform sem einkennist af húmor, kynþokka, satíru og glæsileika. Á Íslandi er börlesk samfélagsdrifin og gróskumikil jaðarsviðslistasena. Nú fá gestir og gangandi tækifæri til að baða sig í glitrandi valdeflingu þegar börlesk-senan tekur völdin í Klúbbnum með vinnustofum, listamannaspjalli og alls kyns uppákomum. Deginum lýkur með glænýrri börlesk-sýningu þar sem fremsta listafólk senunnar mun heilla áhorfendur upp úr skónum.

Ókeypis og öll fullorðin velkomin.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og ensku.

Bobbie Michelle
Margrét Erla Maack
Gógó Starr
Ava Gold
Nemesis Van Cartier
Ókeypis

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi er í Iðnó. Næsta strætóstoppistöð heitir Ráðhúsið. Stoppistöðin MR er einnig nærri sem og Hallargarðurinn. 

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13