Uppljómunargarðurinn

Upp­ljóm­un­ar­garð­ur­inn

Uppljómunargarðurinn er fjölþætt skynjunar- og upplifunarsýning fyrir ungabörn og fullorðna fylgdarmenn þeirra. Áhorfendum er boðið að hreyfa sig frjálslega um sýningarrýmið til að rannsaka umhverfið, hvort sem er til útrásar eða slökunar.

Verkið er innblásið af lífrænum formum og skapar umhverfi sem samtvinnar hreyfingu, dans, tónlist og hljóð, sjónræna og áþreifanlegar upplifanir sem og lyktarskyn. Forvitni áhorfandans er kveikt með formum og hljóðum þessarar áhugaverðu veraldar sem hvetur til forvitni, á meðan öruggt umhverfið gefur einnig tækifæri á því að slappa af og njóta.

Fullorðnum er boðið að fylgja og veita barni sínu stuðning svo að upplifunin sé sameiginleg. Til þess að bæði börn og fullorðnir fái að njóta á sínum forsendum er gestum gefinn möguleiki á að yfirgefa rýmið hvenær sem hentar og snúa aftur hvenær sem er á þeim 3 klukkustundum sem verkið tekur í flutningi.

Vinsamlegast athugið að viðburðurinn er ekki ætlaður börnum eldri en 12 mánaða.

Athugið takmarkaðan miðafjölda.

 

Hugmynd, danshöfundur, ljós, sviðsmynd: Dalija Acin Thelander

Í samvinnu og flutt af: Noah Hellwig, Dalija Acin Thelander

 

17. JÚN - 19. JÚN

Staðsetning

Verð

Fullorðnir 2.500 kr., ungabörn frítt

Listamenn

Dalija Acin Thelander

Merktu daginn

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi.