1
JÚN
Heimferð
Handbendi (IS)
Furðuverur leynast á milli trjánna og dilla sér í takt við ljúfa lifandi tónlist og undratóna úr smiðju S.L.Á.T.U.R.. Grímubúnir meðlimir Skýjasmiðjunnar og fimt sirkuslistafólk Hringleiks koma gestum á óvart með gæsahúðarvaldandi atriðum sem gestir á öllum aldri geta notið saman. ÞYKJÓ býður upp á ævintýralega furðufuglasmiðju. Lokkandi ilmurinn frá matarvögnunum mun eflaust freista margra og dásamleg náttúran allt um kring skemmir sannarlega ekki fyrir upplifuninni.
19. júní 2022, kl. 13:00-16:00
Ókeypis
Skýjasmiðjan (IS), Hringleikur (IS), S.L.Á.T.U.R (IS), ÞYKJÓ (IS), Margrét Arnardóttir (IS)
Á nýuppgerðu svæðinu í kringum Elliðaárstöð hefur verið hugað að þörfum hreyfihamlaðra og er gott aðgengi fyrir hjólastóla.
STRÆTÓ: 3, 11, 12, 16, 17