Undraskógurinn

Á lokadegi Listahátíðar í Reykjavík umbreytist nýuppgert svæðið í kringum Elliðaárstöð í sannkallaða undraveröld. Þar getur allt gerst!  

Furðuverur leynast á milli trjánna og dilla sér í takt við ljúfa lifandi tónlist. Grímubúnir meðlimir Skýjasmiðjunnar og fimt sirkuslistafólk Hringleiks koma gestum á óvart með gæsahúðarvaldandi atriðum sem gestir á öllum aldri geta notið saman. Lokkandi ilmurinn frá matarvögnunum mun eflaust freista margra og dásamleg náttúran allt um kring skemmir sannarlega ekki fyrir upplifuninni.

19. JÚN

Dagsetning

19. júní 2022, kl. 13:00-16:00

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Skýjasmiðjan (IS), Hringleikur (IS)

Aðgengi

Á nýuppgerðu svæðinu í kringum Elliðaárstöð hefur verið hugað að þörfum hreyfihamlaðra og er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

STRÆTÓ: 3, 11, 12, 16, 17

Merktu daginn