Tónlist & vinnustofa með Post-dreifingu
Listakollektívið Post-dreifing eru samtök ungs listafólks sem kemur úr ólíkum kimum grasrótarsenunnar í Reykjavík. Markmið samtakanna er að auka sýnileika og sjálfbærni listafólks gegnum samvinnu.
Listakollektífið efnir til hádegis-tónlistarvinnustofu þann 8. Júní kl 12:00 í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó, skráning nauðsynleg með því að senda tölvupóst á: skraning@artfest.is
Það er alltaf frítt inn og öll kærlega velkomin í Klúbbinn.