3
JÚN
Barbara Hannigan
Barbara Hannigan (CA)
Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS)
Taylor Mac nýtir drag, tónlist og húmor til að halda uppi krafmikilli samfélagslegri gagnrýni. Svið og salur renna saman í sjónræna gleðisprengju og eitt allsherjar partí með geggjaðri tónlist.
Með Taylor Mac á stóra sviði Þjóðleikhússins verður mögnuð hljómsveit, auk þess sem óvæntir gestir úr íslensku menningarlífi gætu birst á sviðinu. Þar verður boðið upp á hluta af rómaðri sýningu Taylor Mac, A 24 Decade History of Popular Music, sem og glænýtt, áður óséð efni. Taylor Mac sló rækilega í gegn fyrir örfáum árum með fyrrnefndri sýningu, stórkostlegum 24 tíma listgjörningi sínum sem hefur meðal annars verið sýndur í New York, Melbourne og Berlín og hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Í verkinu þræðir Mac sig í gegnum sögu heimalands síns, Bandaríkjanna, áratug fyrir áratug, frá sjónarhorni hópa sem sópað hefur verið til hliðar í framvindu sögunnar. Óhætt er að lofa ógleymanlegri kvöldstund og ómissandi tækifæri til að sjá eina merkustu sviðslistamanneskju samtímans á íslensku leiksviði.
Á sviðinu með Mac verða tónlistarstjórinn og útsetjarinn Matt Ray, búningahönnuðurinn og flytjandinn Machine Dazzle ásamt óviðjafnanlegri hljómsveit. Mac kemur fram hlaðið óforskammanlega miklu glitrandi skarti á þessari skemmtun sem er „furðulega einstök ... ómissandi fyrir alla sem vilja betra og blíðara samfélag.“ (Huffington Post)
Tónlistarstjóri & útsetjari/Music Director and Arranger: Matt Rey
Búningar/Costume Designer: Machine Dazzle
Yfirframleiðandi/Executive Producer: Linda Brumbach
Framleiðandi/Associate Producer: Alisa E. Regas
Meðframleiðendur/Co-produced by: Pomegranate Arts & Nature's Darlings
Sýningin er í samstarfi við:
1. júní 2022, kl. 20:00
2. júní 2022, kl. 20:00
ISK 6.900
Taylor Mac (US)
Gert er ráð fyrir hjólastólum á tveimur stöðum í sal Þjóðleikhússins, sitt hvorum megin við 6. bekk. Aðgengi að Stóra sviðinu fyrir fólk í hjólastólum eða aðra hreyfihamlaða er á austurhlið hússins. Þaðan er hægt að komast á 1. hæð (aðgengi fyrir hjólastóla inn í sal), 2. hæð (veitingaþjónusta á Kristalsal og salerni), og niður í Þjóðleikhúskjallara. Salerni fyrir fatlaða eru á 2. hæð, austan megin, til hægri þegar komið er úr lyftu en einnig eru salerni fyrir hreyfihamlaða í Þjóðleikhúskjallara. Tónmöskvi er í salnum og starfsfólk útvegar tæki sem tengja má við heyrnartæki.
STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55