Taylor Mac

Taylor Mac

,,Ein mest spennandi sviðslistamanneskja okkar tíma“ (TimeOut, NY)

Taylor Mac nýtir drag, tónlist og húmor til að halda uppi krafmikilli samfélagslegri gagnrýni. Svið og salur renna saman í sjónræna gleðisprengju og eitt allsherjar partí með geggjaðri tónlist.

Taylor Mac sló rækilega í gegn fyrir örfáum árum með stórkostlegum 24 tíma listgjörningi sínum A 24 Decade History of Popular Music sem hefur meðal annars verið sýndur í New York, Melbourne og Berlín og hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Í verkinu þræðir Mac sig í gegnum sögu heimalands síns, Bandaríkjanna, áratug fyrir áratug, og segir sögu þeirra út frá sjónarhorni þeirra hópa sem sópað hefur verið til hliðar í framvindu sögunnar.

Með Taylor Mac á Stóra sviði Þjóðleikhússins 1. og 2. júní 2022 verður mögnuð hljómsveit, auk þess sem óvæntir gestir úr íslensku menningarlífi gætu birst á sviðinu. Þar verður boðið upp á hluta af 24 Decades... sýningunni og glænýtt, áður óséð, efni. Óhætt er að lofa ógleymanlegri kvöldstund og ómissandi tækifæri til að sjá eina merkustu sviðslistamanneskju samtímans á íslensku leiksviði.

Á sviðinu með Mac verða tónlistarstjórinn og útsetjarinn Matt Ray, búningahönnuðurinn og flytjandinn Machine Dazzle ásamt óviðjafnanlegri hljómsveit. Mac kemur fram hlaðið óforskammanlega miklu glitrandi djásni á þessari skemmtun sem er „furðulega einstök... ómissandi fyrir alla sem vilja betra og blíðara samfélag.“ (Huffington Post)

Sýningin er í samstarfi við:

Þjóðleikhúsið
Taylor Mac
Taylor Mac

1. JÚN - 2. JÚN

Dagsetning

1. júní 2022 kl. 20:00
2. júní 2022 kl. 20:00

Staðsetning

Verð

ISK 6.900

Listafólk

Taylor Mac

Merktu daginn