Svarthvítt

Agnieszka Sosnowska (US), Christopher Taylor (UK), Katrín Elvarsdóttir (IS), Páll Stefánsson (IS), Spessi (IS) 

Opnun: 2. júní 2022, kl. 20:00

Á sýningunni Svarthvítt í Listasafni Akureyrar mætast verk ólíks listafólks sem vinnur með svarthvítar ljósmyndir á magnþrunginn máta. Hér koma margvísleg myndefni við sögu: landslag, fólk, sögur, staðir og stemning. Ljósmyndararnir fimm leika sér með andstæður og ógnir, nánd og væntumþykju sem og fjölmargar birtingarmyndir dagslegs lífs, ævintýra, menningar, hins óþekkta og þess kunnuglega.

Listafólkið sem á verk á sýningunni eru þau Agnieszka Sosnowska, Christopher Taylor, Katrín Elvarsdóttir, Páll Stefánsson og Spessi sem hvert með sínum hætti hafa einkar sterkt vald á svarthvíta forminu og þeirri dýpt, ljósi og skuggum sem það býður upp á. Þau eiga sér einstaklega fjölbreyttan bakgrunn og þegar verk þeirra koma saman verður til svarthvítur galdur. Sýningin teygir sig um fimm sali safnsins og stendur hún fram á haust.

Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

2. JÚN - 11. SEP

Dagsetning

2. júní - 11. september 2022
Opnunartími:
Kl. 12:00 - 17:00

Staðsetning

Verð

Kr. 1.900 (Frítt á opnun)

Listafólk

Agnieszka Sosnowska (US), Christopher Taylor (UK), Katrín Elvarsdóttir (IS), Páll Stefánsson (IS), Spessi (IS)

Aðgengi

Gott hjólastólaaðgengi er að Listasafni Akureyrar.

Merktu daginn