Sun & Sea

Verkið er 60 mínútur og er flutt í stöðugri endurtekningu, sex tíma á dag Áhorfendur geta komið og farið að vild.

Sjáðu fyrir þér strönd þar sem þú liggur – eða horfir á hana ofan frá, sem er enn betra.  Brennheit sól, sólarvörn og marglit sundföt. Sveittir lófar og leggir. Þreyttir líkamar liggja letilega þvers og kruss yfir mósaík handklæða. Heyrðu fyrir þér stöku skræki í börnum, hlátur, bjölluhljómur ísbíls í fjarska. Taktfast öldugjálfur róar hugann (á þessari tilteknu strönd, ekki annars staðar). Það skrjáfar í plastpokum sem sem þyrlast um loftið og aðrir fljóta líkt og þöglar marglyttur undir vatnsyfirborðinu. Gnýr í eldfjalli eða flugvél eða spíttbáti. Svo hljóma raddir: Hversdagssöngvar, söngvar um áhyggjur og leiðindi, söngvar um nánast ekki neitt.  Og undir marrar jörðin, örmagna; tekur andköf.

Óperan Sun & Sea, sem lýst hefur verið sem ,,sálusöng við myrkvun jarðar….einstakri sýningu” (Guardian), sló í gegn á Feneyjatvíæringnum 2019 þar sem hún var framlag Litháa og heillaði unga sem aldna. Verkið hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna ljónið, og verður nú flutt í porti Hafnarhússins á Listahátíð í Reykjavík. Sun & Sea er langvarandi innsetning/gjörningur sem mun hrífa, koma á óvart og útmá mörkin milli listgreina.

4. JÚN - 5. JÚN

Dagsetning

4. júní 2022
5. júní, 2022

Staðsetning

Verð

Listafólk

Rugilė Barzdžiukaitė, Vaiva Grainytė, Lina Lapelytė

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi og hægt er að fá hjólastól lánaðan. Aðgengi hjólastóla að sýningarrými Sun & Sea verður um hliðardyr. Hentar heyrnaskertum. 

Merktu daginn