Spor og þræðir

Listasafn Reykjavíkur

Opnun 9. júní 2022, kl. 20:00.

Spor og þræðir er margbrotin og lifandi sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Þau líta ýmist til fortíðar og vinna með arfleifð handverks og hefðar, eða nýta nálina til þess að prófa sig áfram í framsæknum tilraunum í bland við aðra miðla. Á sýningunni verða ný og nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna, bæði fulltrúa yngri kynslóðarinnar sem og reyndari listamenn sem þegar hafa sett mark sitt á íslenska myndlistarsenu. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið ástfóstri við nálina sem verkfæri. Í verkunum glíma þau við djúpstæð samfélagsmein samhliða ljóðrænu hversdagsins og ljúfsárri nostalgíu.

Sýningin fer með áhorfendur í ferðalag um þessa sértæku undirgrein textíllistar þar sem fjölbreytileikinn og sköpunargleðin ráða ríkjum.

Listafólk: Agnes Ársælsdóttir, Anna Líndal, Anna Andrea Winther, Eirún Sigurðardóttir, Erla Þórarinsdóttir, G.Erla - Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Guðrún Bergsdóttir, James Merry, Kristinn G. Harðarson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Loji Höskuldsson, Petra Hjartardóttir & Rósa Sigrún Jónsdóttir
Sýningarstjórar: Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Birkir Karlsson
Sérstakar þakkir: Sigríður Skaftfell

9. JÚN - 18. SEP

Dagsetning

9. júní - 18. september 2022
Opnunartími:
Kl. 10:00-17:00

Staðsetning

Verð

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur. (Frítt á opnun)

Listafólk

Listasafn Reykjavíkur

Aðgengi

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er mjög gott á Kjarvalsstöðum. Hægt er að fá hjólastól lánaðan á safninu.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55

Merktu daginn