1.-16. júní 2024

Rótarskot

16. JÚN
14:00
EDDA - HÚS ÍSLENSKUNNAR

Stefnumót skálda og fræðafólks í Eddu

Skáld með innflytjendabakgrunn og fræðafólk frá Árnastofnun koma saman á lokadegi Listahátíð­ar í hinu glæsilega nýja húsi íslenskunnar, Eddu. Íslensk tunga er samtvinnuð sögu fólksins sem hefur byggt þetta land í aldanna rás­ í örbirgð sem allsnægtum, gleði og sorg, andspænis umhleypingum í náttúru og þjóðlífi.

Nú er fimmta hver manneskja sem byggir landið ýmist fædd erlendis eða á foreldri fætt erlendis og sístækkandi hópur notar og beitir tungumálinu á nýstárlegan hátt. Fjölmenningarsamfélag krefst nýrra orða, hugmynda og nálgana. Hvaða orð og hugtök skortir okkur til þess að fanga breyttan veruleika? Getur þróun tungumálsins haldið í við síbreytilegt samfélag? Hvaða möguleikar felast í því að fleiri og fjölbreyttari hópar fólks takist á við íslenska tungu?

Á þessum viðburði í Eddu á Listahátíð kynnumst við skáldum sem skrifa á íslensku sem öðru máli, heyrum samtöl um þróun tungumálsins og sjáum Landnámu hina nýju verða til. Landnámabók er elsta heimild um landnám Íslands og inniheldur upptalningu á nöfnum landnámsmanna. Á viðburðinum verður lagður grunnur að nýrri Landnámabók með landnemum okkar tíma. Aðflutt fólk er sérstaklega hvatt til að koma og taka þátt.


Samstarfsaðilar: Árnastofnun og Borgarbókasafnið

Stjórnandi: Pedro Gunnlaugur Garcia

Þátttakendur: Ewa Marcinek, Dögg Sigmarsdóttir, Martyna Daniel, Ágústa Þorbergsdóttir, Mao Alheimsdóttir, Elías Knörr, Helen Cova.

Dagskrá:

Hugvekja – Pedro Gunnlaugur Garcia opnar viðburðinn og kynnir Landnámu hina nýju

Samtal – Dögg Sigmarsdóttir, Martyna Daniel og Ágústa Þorbergsdóttir ræða um nýyrði og orðasköpun

Ljóðalestur – Ewa Marcinek og Helen Cova flytja eigin verk

Samtal og skáldskapur – Mao Alheimsdóttir og Elías Knörr segja frá sambandi sínu við íslenskuna og flytja eigin texta

Landnáma hin nýja

Ókeypis

Árnastofnun
Borgarbókasafnið

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla. Næsta strætóstoppistöð er Háskóli Íslands en stoppistöðvarnar Þjóðminjasafnið og Þjóðarbókhlaðan eru einnig nálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 55
LEIÐ 11
LEIÐ 12