1.-16. júní 2024

Rótarskot

16. JÚN
14:00
EDDA - HÚS ÍSLENSKUNNAR

Stefnumót skálda og fræðafólks í Eddu

Skáld með innflytjendabakgrunn og fræðafólk frá Árnastofnun koma saman á lokadegi Listahátíð­ar í hinu glæsilega nýja húsi íslenskunnar, Eddu. Íslensk tunga er samtvinnuð sögu fólksins sem hefur byggt þetta land í aldanna rás­ í örbirgð sem allsnægtum, gleði og sorg, andspænis umhleypingum í náttúru og þjóðlífi.

Nú er fimmta hver manneskja sem byggir landið ýmist fædd erlendis eða á foreldri fætt erlendis og sístækkandi hópur notar og beitir tungumálinu á nýstárlegan hátt. Fjölmenningarsamfélag krefst nýrra orða, hugmynda og nálgana. Hvaða orð og hugtök skortir okkur til þess að fanga breyttan veruleika? Getur þróun tungumálsins haldið í við síbreytilegt samfélag? Hvaða möguleikar felast í því að fleiri og fjölbreyttari hópar fólks takist á við íslenska tungu?

Á þessum viðburði í Eddu á Listahátíð kynnumst við skáldum sem skrifa á íslensku sem öðru máli, heyrum samtöl sérfræðinga um þróun tungumálsins og fáum kynningu frá ungu fólki sem vinnur að verkefninu Kærleiksorðræða á vegum Borgarbókasafnsins.

Listrænir aðstandendur: Skáld og fræðafólk
Samstarfsaðilar: Árnastofnun og Borgarbókasafnið

Ókeypis

Árnastofnun
Borgarbókasafnið

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla. Næsta strætóstoppistöð er Háskóli Íslands en stoppistöðvarnar Þjóðminjasafnið og Þjóðarbókhlaðan eru einnig nálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 55
LEIÐ 11
LEIÐ 12