Rauð­gló­andi götu­leik­hús

Hávaxnar, rauðklæddar undraverur í fylgd glaðværra trommuleikara skálma um götur miðborgarinnar og slá tóninn fyrir 50 ára afmæli Listahátíðar. Verurnar sveifla rauðum fánum sínum og risavöxnum blævængjum yfir mannfjöldanum og loftið er þrungið spennu, fegurð og hrynjanda.

Hollenski leikhópurinn Close-Act Theatre hefur starfað í hartnær þrjátíu ár og vakið athygli víða um lönd fyrir leiftrandi götuleikhússýningar sem hrífa áhorfendur með sér inn í veruleika þar sem allt getur gerst. Risaeðlurnar í sýningunni Saurus spígsporuðu um miðborg Reykjavíkur í tilefni af opnun Listahátíðar árið 2018 og glöddu áhorfendur á öllum aldri. Hér snýr hópurinn aftur með seiðandi viðburð á heimsmælikvarða sem enginn má missa af.

 

Fram koma:
Anna Zurkirchen
Eefje de Groot
Zjoske van Niekerk
Tonny Aerts
Johan Zandboer
Erwin Vorstermans
Linda Jacobsen
Liduine van Baars
Lilly Bendl

Listrænn stjórnandi: Hesther Melief

3. JÚN

Staðsetning

Verð

Frítt

Listamenn

Close-Act

Merktu daginn

Aðgengi

Hjólastólaaðgengi víða. Gangan fer frá Hallgrímskirkju niður að Iðnó.