Rauðglóandi götuleikhús

Close-Act (NL)

Hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálma um götur og torg og slá tóninn fyrir Listahátíð í Reykjavík 2022. Risavaxnir fánar og blævængir svífa yfir mannfjöldanum og loftið er þrungið spennu, fegurð og hrynjandi.

Hollenski leikhópurinn Close-Act Theatre hefur starfað í hartnær þrjátíu ár og vakið athygli víða um lönd fyrir leiftrandi götuleikhússýningar sem hrífa áhorfendur með sér inn í veruleika þar sem allt getur gerst. Risaeðlurnar í sýningunni Saurus spígsporuðu um miðborg Reykjavíkur í tilefni af opnun Listahátíðar árið 2018 og glöddu áhorfendur á öllum aldri. Hér snýr hópurinn aftur með seiðandi viðburð á heimsmælikvarða sem engin mega missa af.

Sýningin ActRed í miðbæ Reykjavíkur er hluti af glæsilegri opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík 2022.

 

Fram koma:
Anna Zurkirchen
Eefje de Groot
Zjoske van Niekerk
Roos van Berkel
Tonny Aerts
Guy Pek
Erwin Vorstermans
Linda Jacobsen
Liduine van Baars

Listrænn stjórnandi: Hesther Melief

3. JÚN - 4. JÚN

Dagsetning

3. júní 2022 kl. 17:00 (Reykjavík)
4. júní 2022 kl. 12:00 (Reykjanesbær)
4. júní 2022 kl. 16:00 (Garðabær)

Staðsetning

Verð

Ókeypis

Listafólk

Close-Act (NL)

Aðgengi

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55

Merktu daginn