Persian Path

Ásgeir Ásgeirsson (IS), Hamid Khansari (IR), Sigríður Thorlacius (IS), Sara Rezazadeh (IR), Hooman Roomi (IR), Bahar Modiri (IR), Aryan Rezaee (IR)

Nýjar og töfrandi víddir opnast á tónleikunum Persian Path þegar saman koma fimm íranskir tónlistarmenn og tveir íslenskir flytjendur úr fremstu röð. Efnisskrá tónleikanna er fengin af nýlegri og samnefndri plötu þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar og Hamid Khansari sem hefur hlotið frábæra dóma fyrir nýsköpun, áræði og áhrifaríkt stefnumót tónlistarstrauma frá ólíkum heimsálfum. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem mikilsvirt tónlistarfólk frá Íran og Íslandi mætist á sviði og flytur þjóðlög frá báðum löndum í nýjum útsetningum. Austræn hljóðfæri, tónmál, taktar og sköpun fléttast saman við rammíslenskar laglínur og blæbrigðaríkan söng Sigríðar Thorlacius. Frá Teheran kemur hópur af leiftrandi hæfileikaríku tónlistarfólki en auk Hamid Khansari verða á sviðinu þau Sara Rezazadeh, Hooman Roomi, Bahar Modiri og Aryan Rezaee.

Ásgeir Ásgeirsson hefur á undanförnum árum farið með íslenska þjóðlagatónlist í frjósamt ferðalag um Miðausturlönd og Suðaustur-Evrópu þar sem tónlistin öðlast nýtt líf handan við hinn vestræna heim.

16. JÚN

Dagsetning

16. júní 2022, kl. 20:00

Staðsetning

Verð

Kr. 4.500

Listafólk

Ásgeir Ásgeirsson (IS), Hamid Khansari (IR)

Aðgengi

Hjólastólarampur er staðsettur fyrir framan inngang í Petersen-svítuna sem gestir Gamla bíós hafa aðgang að. Lyfta er að salerni fyrir hreyfihamlaða í kjallara.

STRÆTÓ: 1, 3, 6, 11, 12, 13, 14, 55

Merktu daginn