1.-16. júní 2024

Niður - íslenskur sirkus um Ljósagang

11. JÚN
NORRÆNA HÚSIÐ

Verk John Cage heimfært á Ljósagang Dags Hjartarsonar

Niður, íslenskur sirkus um Ljósagang, er Íslandsfrumflutningur á verki eftir John Cage frá árinu 1979. Verkið snýst um að umbreyta bók í tónleika og innsetningu. Íslenska útgáfa verksins styðst við bók Dags Hjartarsonar frá árinu 2022, Ljósagangur. Verkið verður flutt í Norræna húsinu í nábýli við söguslóðir Ljósagangs.

Við frumflutning hét verkið Roaratorio, An Irish Circus on Finnegans Wake, en þá studdist tónskáldið Cage við samnefnda bók James Joyce. 

Tónlistarhópurinn Skerpla sem starfar við Listaháskóla Íslands flytur verkið undir stjórn Berglindar Maríu Tómasdóttur, prófessors. Verkefnið er leitt af Berglindi Maríu í samvinnu við Victoriu Miguel, sérfræðing í John Cage og doktorsnema við Háskólann í Glasgow og Jesper Pedersen, tónskáld og aðjúnkt við Listaháskóla Íslands.


Listrænir aðstandendur: Berglind María Tómasdóttir, Victoria Miguel, Jesper Pedersen, tónlistarhópurinn Skerpla, 
Samstarfsaðilar: Listaháskóli Íslands, tónlistardeild, rannsóknasjóður Listaháskóla Íslands, Háskólinn í Glasgow

Berglind María Tómasdóttir (IS)
Victoria Miguel (UK/US)
Jesper Pedersen (DK/IS)
Tónlistarhópurinn Skerpla (IS)

Innsetning 11. júní kl. 17:00
Tónleikar 11. júní kl. 20:30

Ókeypis

Listaháskóli Íslands
Rannsóknarsjóður Listaháskóla Íslands
Háskólinn í Glasgow

Aðgengi

Athugið að aðgengi að Norræna húsinu er skert vegna framkvæmda utanhúss. Aðgengi að Hvelfingu er með mjóum göngustíg og tröppum niður, einnig er hægt að fara inn um lyftu frá aðalinngangi en þangað liggur mjór stígur og rampur í gegnum framkvæmdasvæði og er aðgengi því erfitt fyrir hjólastóla. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus. Nánari upplýsingar um aðgengi veitir: kolbrun@nordichouse.is

Auka upplýsingar um aðgengi á viðburðinum eru hér.

Næsta strætóstoppistöð heitir Háskólatorg. Stoppistöðin Veröld er einnig nærri sem og Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 12
LEIÐ 15
LEIÐ 1
LEIÐ 3
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 55