1.-16. júní 2024

Metaxis

1. JÚN
HARPA

Nýtt, hrífandi verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur mun flæða um Hörpu á opnunarhátíð Listahátíðar. Í METAXIS leikur sjálft tónlistarhúsið burðarhlutverk en verkið er innsetning fyrir tvístraða hljómsveit, rafhljóð og rými. Hljóðfærahópar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands koma sér fyrir víðsvegar um húsið og áheyrendum gefst einstakt færi á að ganga um rýmið, kanna tónlistina og finna hvernig upplifunin breytist við hvert fótmál. Þannig skapast persónulegt samband hvers og eins við þetta nýjasta verk eins fremsta samtímatónskálds okkar. Hljóðheimur METAXIS er margslunginn og óvæntur rétt eins og húsið sem hann leikur um.

Anna Þorvaldsdóttir er margverðlaunað tónskáld og meðal annars handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Verk hennar hafa verið flutt af mörgum helstu sinfóníuhljómsveitum og tónlistarhópum samtímans.

Verkið tekur um hálftíma í flutningi. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Frumflutningur METAXIS er samstarfsverkefni Listahátíðar, Hörpu og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Anna Þorvaldsdóttir
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Eva Ollikainen
Ókeypis

Aðgengi

Mjög gott hjólastólaaðgengi.

Næsta stoppistöð strætó heitir Harpa. Stoppistöðin Lækjartorg er einnig nálægt.

Strætóleiðir á viðburð
LEIÐ 3
LEIÐ 1
LEIÐ 6
LEIÐ 11
LEIÐ 12
LEIÐ 13
LEIÐ 14